Fyrri verk

Steinuð hús

Fasteignaviðhald ehf., hefur tekið að sér nokkur verkefni í eldri húsum með marmarasalla og miklum skemmdum. Mjög vel hefur tekist til og eru sum húsi stórglæsileg og nágrenni sínu til sóma og prýði.

Sprunguviðgerðir og málun

Fasteignaviðhald ehf., hefur tekið til viðgerða fjölda húsa með sprungur og steypuskemmdum. Oft á tíðum er um erfiðar viðgerðir að ræða þar sem viðhald hefur verið látið sitja á hakanum um árabil. Í flestum tilfellum er hægt að ná góðum árangri og aldrei er æskilegt að láta slíkar framkvæmdir bíða.

Háþrýstiþvottur

Fasteignaviðhald ehf. býður eigendum húsa og fasteigna háþrýstiþvott til að undirbúa undir málningu. Aðferðin er fljótleg og viðurkennd af málurum.